Karellen
news

Jóga

01. 03. 2018

Nú eru jógatímarnir okkar í fullum gangi og börnin orðin örugg og flott. Þau sýna framfarir eftir hvern einasta tíma og hafa mjög gaman af. Guðbjörg jógakennari er búin að kenna okkur alls kyns skemmtileg lög og hreyfileiki sem slá alveg í gegn en börnin eru mörg hver farin að bresta í jógasöng í tíma og ótíma, sem er auðvitað bara mjög skemmtilegt. Eins hafa heyrst sögur að heiman af börnum sem þakka fyrir sig með því að segja, namaste. Þau eru snögg að læra þessi flottu börn.
Í jóganu hafa börnin hafa m.a. lært að sitja í jógastöðu og setja hendurnar í bænastöðu. Þau gera eins og fuglarnir, ljónin, slöngurnar, bangsinn og spiladósin og syngja um bæði Tarzan og blöðruna sem enginn hefur blásið í. Þau liggja róleg í slökun í lok hvers tíma og fá að blása saman á kerti. Þetta er góð og notaleg stund hjá okkur í jóganu sem allir njóta, bæði börn og starfsfólk.


© 2016 - 2024 Karellen