news

Leikfimi

29. 10. 2019

Krakkarnir á Sunnuhvoli fara tvisvar sinnum í viku í leikfimi. Þegar maður er upplifa hluti í fyrsta skiptið geta þeir virst ansi ógnvænlegir og óyfirstíganlegir í fyrstu. Það fyrsta sem krakkarnir gera á haustin er því að æfa sig í því að fara í leikfimi. Þau æfa sig m.a. í að vera á tásunum, setjast í hring og haldast í hendur. Krakkarnir eru mjög hugrökk og sýna framfarir eftir hvern tíma. Í leikfimi eru krakkarnir að príla, hlaupa, hoppa, kasta, hanga, fara í kollhnísa og flugvélar, æfa jafnvægið og svona mætti lengi telja. Þetta eru fjörugir tímar sem allir hafa gaman af bæði börn og kennarar.

© 2016 - 2020 Karellen