news

Sumarhátíð

05. 06. 2019

Síðastliðinn miðvikudag var haldin sumarhátíð hér á Sunnuhvoli á vegum starfsfólks Sunnuhvols og foreldrafélagsins. Starfsfólk, börn, foreldrar og systkyni skemmtu sér saman í frábæru veðri við að hoppa og skoppa, blása sápukúlur, kríta, leika og svo voru í boði frábærar veitingar.

Börnin sýndu foreldrum listaverk sem þau hafa unnið að undanfarnar vikur og svo gátu foreldrar einnig séð myndband, þar sem börnin voru í aðalhlutverkum, sem sýndi daglegt starf í leikskólanum.

Að lokum fengu börnin afhendar ferilmöppurnar sínar og eru því útskrifuð úr sínum fyrsta leikskóla.

Þetta var frábær dagur og langar okkur að þakka öllum sem komu kærlega fyrir samveruna.


© 2016 - 2020 Karellen