Upp er runninn öskudagur...

14. 02. 2018

Í dag var furðufatadagur á Sunnuhvoli í tilefni öskudagsins og hér voru alls konar furðuverur á sveimi, ballerínur, maríuhænur, kanínur, fótboltamenn og ofurhetjur svo dæmi séu tekin. Krakkarnir komu saman og byrjuðu á því að slá köttinn úr tunnunni. Úr tunnunni komu litlir og mjúkir bangsar sem krakkarnir fengu að taka með sér heim. Svo var slegið upp balli þar sem allir skankar voru hristir af mikilli list. Eftir fjörið gæddu krakkarnir sér á ljúffengri pítsu og hvíldu sig svo vel og lengi.

Takk fyrir frábæralega furðulegan dag!

© 2016 - 2019 Karellen