Vetur konungur mættur

17. 11. 2017

Eftir frábært haust er veturinn skollinn á með tilheyrandi snjó og kulda. Það er því mikilvægt að vettlingar, húfur, gallar og góðir skór fylgi með í leikskólann á morgnana. Við höfum verið dugleg þessa vikuna að fara út með börnin. Það er svo gaman að fylgjast með þeim kynnast þessum frábæra efnivið sem snjórinn er. Börnin gerðu snjókarl, æfðu sig að labba og hlaupa í snjónum, rúlluðu og renndu sér niður brekkurnar en einnig hafa þau mokað, kastað og smakkað og fundist það algjört æði.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

© 2016 - 2019 Karellen