Guðrún hóf störf á Sunnuhvoli árið 2007 og starfaði lengi vel sem leikskólakennari og deildarstjóri. Guðrún er leikskólakennari að mennt. Guðrún tók við sem leikskólastjóri á Sunnuhvoli árið 2016.
Ragnheiður hóf störf á Sunnuhvoli árið 2012. Ragnheiður er íþróttakennari og hefur starfað sem slíkur frá árinu 1991. Árið 2019 útskrifaðist hún einnig sem leikskólakennari. Ragnheiður tók við deildarstjórastöðu á Fiðrildadeild í ágúst 2020.
Sigrún Inga hóf störf á Sunnuhvoli árið 2011 og er menntaður leikskólakennari. Sigrún Inga starfar sem kennari inn á deild og gegnir hlutverki sérkennslustjóra.