Tónlist heyrist á hverjum degi bæði úr hátölurum og einnig í samsöng. Börn og kennarar setjast í samveru daglega og þar eru alltaf sungið. Lögin sem sungin eru innihalda oftar en ekki alls kyns hreyfingar, klapp, stapp eða andlitsleikfimi.
Á leikskólanum má einnig finna ýmis konar hljóðfæri, mikið úrval af hristum, trommur, sílafón og flautu. Hljóðfærin eru nýtt m.a. í samveru, hópastarfi og frjálsum leik.
Hreyfisöngvar eins og Höfuð, herðar..., Karl gekk út um... og Tvö skref til... eru líka alltaf vinsælir.

© 2016 - 2021 Karellen