Allt nám á Sunnuhvoli fer fram í gegnum leikinn.

Leikfimi: tvisvar í viku eruskipulagðar hreyfistundir. Í þeim er farið í helstu þætti hreyfingar eins og jafnvægi, samhæfingu, úthald, þrek og slökun. Með þessu eru börnin að styrkja líkamann og auka hreyfifærni sína.

Jóga: eftir áramót fara börnin í jóga. Þar læra þau alls kyns söngva, jógastöður, hreyfileiki en einnig ró, slökun og öndun. Þetta eru notalegir og góðir tímar og yndislegt að sjá hvað börnin eru fljót að tileinka sér æfingarnar.

Hópatímar: þar er farið í málörvun og fínhreyfivinnu ásamt skynjun og upplifun. Þar er m.a. lesin saga, sungið, farið með þulur, púslað, perlað, pinnað og spilað, sullað með hrísgrjón og í vatni og leikið á hljóðfæri.

Frjáls leikur: í frjálsum leik fá börnin að velja sjálf efnivið, leikrými og leikfélaga. Í frjálsa leiknum efla þau reynslu sína, áhuga og félagsfærni.

Myndlist/sköpun: börnin komast í kynni við myndlist af ýmsu tagi. Þau m.a. mála, lita, klippa og líma..

Könnunarleikur: í könnunarleik fá börnin að skoða og kanna verðlausan efnivið sem þau eru ekki vön að vinna með. Börnin fá að upplifa á eigin forsendum án afskipta kennara.

Útivera: útivera er stór þáttur af leikskólastarfinu. Börnin fara út a.m.k. 1x á dag þegar veður leyfir. Í útiverunni efla börnin allann hreyfiþroska.

Samvera: börnin setjast niður í samveru einu sinni á dag. Í samveru syngja krakkarnir saman og velja sér umsjónarmann. Stundum er lesin bók eða spjallað um dýrin, litina, tákn vikunnar (TMT) og ýmislegt fleira.

Tákn með tali: kennarar kynna fyrir börnunum tvö tákn á viku. Tákn með tali er tjáningarform sem var þróað fyrir heyrandi einstaklinga sem áttu við mál- og talörðugleika að stríða og örvar bæði málvitund og málskilning þeirra sem það nota. Börnin okkar hér á Sunnuhvoli er að stíga sín fyrstu skref í tungumálinu. Við teljum að tákn með tali efli þau í að tileinka sér tungumálið og hvetji þau til að tjá sig þrátt fyrir að orðin sjálf séu ekki komin.

Blær: fjólublái bangsinn okkar hann Blær er vinaverkefni Barnaheilla. Í verkefninu er lagt upp með fjögur gildi: umburðarlyndi, virðingu, umhyggju og hugrekki. Blær kennir börnunum á Sunnuhvoli að vera vinir, vera góð hvert við annað og mynda þannig jákvæð tengsl.


© 2016 - 2020 Karellen