Karellen

Svefn

Um 1 árs aldur fara börn að sofa einn lúr á daginn. Börnin hafa öll sína dýnu, kodda og teppi í hvíldinni og gott er að hafa bangsa eða klút sem þau eru vön að sofa með í leikskólanum. Eftir hádegismatinn eru börnin lögð á dýnuna sína, hlustað er á slökunartónlist og kennarar skrá þegar barnið sofnar. Kennari er inni hjá börnunum meðan þau hvílast og skráir tímann þegar þau vakna. Skráningar koma sjálfkrafa í Karellen svo foreldrar geta fylgst með svefni barna sinna.

Yfirleitt eru börnin mjög fljót að aðlagst því að sofa í hvíldinni, en í aðlögun mælum við þó með því að þau börn sem eru vön að sofa úti í vagni geri það.

© 2016 - 2024 Karellen