Þróunarverkefni skólans

Í skólanum var í gangi þróunarverkefni veturinn 2015-2016. Þróunarverkefnið snerist að því að þróa skipulagðar hreyfistundir fyrir yngstu börnin. Mikil ánægja var meðal starfsfólksins með verkefnið og í kjölfarið hefur það fest sig í sessi sem fastur liður í dagskipulagi skólans.

Sunnuhvoll tók þátt í þróunarverkefni veturinn 18/19 í samstarfi við tvo aðra leikskóla ásamt fulltrúum frá menntavísindasviði Háskóla Íslands. Verkefnið fékk styrk frá Garðabæ til starfsins. Verkefnið ber heitið Tökum skrefin saman – yngstu börn leikskólans. Verkefnið miðar að því að draga saman þá þekkingu og kunnáttu sem er að finna innan þessara þriggja leikskóla á vinnu með allra yngstu leikskólabörnunum. Verkefnið fékk styrk til áframhaldandi vinnu.

© 2016 - 2020 Karellen