Lög sungin í samverustund

Litirnir(svo gerum við táknin með)
Gulur, rauður, grænn og blár,
svartur, hvítur, fjólublár.
Brúnn, bleikur, banani,
appelsína talandi.
Gulur, rauður, grænn og blár,
svartur, hvítur, fjólublár.

Allir krakkar
Allir krakkar, allir krakkar,
eru í skessuleik.
Má ég ekki mamma,
með í leikinn þramma?
Mig langar svo,
mig langar svo,
að lyfta mér á kreik.
Allir krakkar, allir krakkar,
eru að fara heim.
Heim til pabba og mömmu,
líka afa og ömmu.
Allir krakkar, allir krakkar,
eru að fara heim

Í leikskóla er gaman
Í leikskóla er gaman, þar leika allir saman.
Þeir leika úti og inni og allir eru með.
Þeir hnoða, leira og lita, þið ættuð bara að vita,
hvað allir eru duglegir í leikskólanum hér.

Takk fyrir sönginn(og gerum tákn með)
Takk fyrir sönginn, takk fyrir sönginn,
takk fyrir sönginn, takk.
Mikið var það gaman,
að syngja svona saman.
Takk fyrir sönginn, takk fyrir sönginn,
takk fyrir sönginn, takk.

Upp á fjall
Upp, upp, upp á fjall,
upp á fjallsins brún,
niður, niður, niður, niður,
alveg niður á tún.

Maturinn
Allur matur á að fara,
upp í munn og ofan í maga.
Heyrið það, heyrið það,
svo ekki gauli garninar.

Lagasyrpa
Afi minn og amma mín,
út á bakka búa,
þau eru bæði sæt og fín,
og þangað vil ég fljúga.
:,: Úm barassa,
úm barassa,
úm barassa, sa. Hei! :,:
Afi minn og amma mín,
fóru út að hjóla,
afi datt í drullupoll,
og amma fór að spóla.
Úm barassa…
Afi minn fór á honum Rauð,
eitthvað suður á bæi.
Sækja bæði sykur og brauð,
sitt af hvoru tagi.
Úm barassa…
Sigga litla systir mín,
situr út í götu,
er að mjólka ána sín,
í ofurlitla fötu.
Úm barassa…
Fljúga hvítu fiðrildin,
fyrir utan glugga,
þarna siglir einhver inn,
ofurlítil dugga.
Úm barassa…

Sól, sól skín á mig
Sólin er risin, sumar í blænum,
sveitirnar klæðast nú feldinum grænum.
Ómar allt lífið af yndi og söng,
unaðsbjörtu dægrin löng.
Sól, sól, skín á mig,
ský, ský, burt með þig.
Gott er í sólinni að gleðja sig,
sól, sól, skín á mig.
Blóm brekkur skrautlegar anga,
andblærinn gælir við marglita vanga.
Ómar allt lífið af yndi og söng,
unaðsbjörtu dægrin löng.
Sól, sól skín á mig…

Fingurnir
Þumalfingur, þumalfingur, hvar ert þú?
hér er ég, hér er ég,
góðan daginn, daginn, daginn.
Vísifingur, vísifingur…
Langatöng, langatöng…
Baugfingur, baugfingur....
Litli fingur, litli fingur…

Fingur og tásur
Einn lítill, tveir litlir, þrír litlir fingur,
fjórir litlir, fimm litlir, sex litlir fingur,
sjö litlir, átta litlir, níu litlir fingur,
tíu litlir fingur á börnum.
Ein lítil, tvær litlar, þrjár litlar tásur,
fjórar litlar, fimm litlar, sex litlar tásur,
sjö litlar, átta litlar, níu litlar tásur,
tíu litlar tásur á börnum.

Strætó
Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring,
hring, hring, hring, hring, hring, hring,
hjólin á strætó snúast hring, hring, hring,
útum allan bæinn.
Hurðarnar á strætó opnast út og inn,
út og inn, út og inn,
hurðarnar á strætó opnast út og inn,
út um allann bæinn.
Peningarnir í strætó segja kling, kling, kling,
kling, kling, kling, kling, kling, kling,
peningarnir í strætó segja kling, kling, kling,
út um allann bæinn.
Fólkið í strætó það talar, talar, talar,
talar, talar, talar, talar, talar, talar,
fólkið í strætó það talar, talar, talar,
út um allann bæinn.
Börnin í strætó segja ha, ha, ha,
ha, ha, ha, ha, ha, ha,
börnin í strætó segja ha, ha, ha,
út um allann bæinn.
Bílstjórinn í strætó segir uss, uss, uss,
uss, uss, uss, uss, uss, uss
bílstjórinn í strætó segir uss, uss, uss,
útum allann bæinn.
Flautan í strætó segir bíbb, bíbb, bíbb,
bíbb, bíbb, bíbb, bíbb, bíbb, bíbb,
Flautan í strætó segir bíbb, bíbb, bíbb,
út um allann bæinn.

Einn og tveir og þrír
Einn og tveir og þrír,
fjórir fimm og sex,
sjö og átta og níu,
við teljum upp á tíu.
:,: Tralla la la la, tralla, la, la, la,
tralla, la, la, la, la, hei! :,:

A ram sam sam
:,: A ram, sam, sam,
a ram, sam, sam,
gúllí, gúllí, gúllí, gúllí, gúllí,
ram, sam, sam. :,:
:,: Hér er ég,
hér er ég,
gúllí, gúllí, gúllí, gúllí, gúllí,
ram, sam, sam. :,:

Tombai
:,: Tombai, tombai, tombai, tombai,
tombai, tombai, tombai. :,:
Diri, dom, diri, dom,
diri, diri, dom.
Tralla, la, la, la,
tralla, la, la, la,
tralla, la, la, la, la. Hei!

Risatröll
Hérna koma nokkur risatröll, hó hó,
þau öskra svo það bergmálar um fjöll, hó hó,
þau þramma yfir þúfurnar,
svo fljúga burtu dúfurnar,
en bak við skýin sólin hlý í leyni,
og ef hún skín þá verða þau að steini,

Tröllin og ljónin
Hátt upp í fjöllunum þar búa tröllin,
tröllamamma, tröllapabbi og litli trölli-rölli,
Hó! segir tröllapabbi,
Hó! segir tröllamamma,
en hann litli trölli-rölli segir ekki neitt. Usss!
Langt inn í skóginum þar búa ljónin,
ljónamamma, ljónapabbi og litli ljónsi-flónsi,
Arr! segir ljónamamma,
Arr! segir ljónapabbi,
en hann litli ljónsi-flónsi segir bara…. Mjá!

Uglan
Það var gömul ugla með oddhvasst nef,
tvö lítil eyru,
og átta litlar klær.
Hún sat upp í tré,
og þá komst þú,
þá flaug hún í burt‘,
og sagði, ú – ú – ú.

Fimm litlir apar
Fimm litlir apar sátu upp í tré,
þeir voru að stríða krókódíl,
„þú nærð ekki mér“.
Þá kom hann herra krókódíll,
svo hægt og rólega og ammmm!
Fjórir litlir apar…
Þrír litlir apar…
Tveir litlir apar…
Einn lítill api…
Enginn lítill api situr upp í tré,
en maginn á herra krókódíl var svooooona stór.
Og svo ropaði hann bðeeee,
og fimm litlir apar hoppuðu upp í tré.

Bátasmiðurinn
Ég negli og saga
og smíða mér bát,
og síðan á sjóinn
ég sigli með gát.
Og báturinn vaggar
og veltist um sæ,
ég fjörugum fiskum
með færinu næ.

Fiskarnir tveir
Nú skulum við syngja um fiskana tvo,
sem ævi sína enduðu í netinu svo.
Þeir syntu og syntu og syntu út um allt,
en mamma þeirra sagði: vatnið er kalt.
Baba, búbú, baba, bú,
baba, búbú, baba, bú.
Þeir syntu og syntu og syntu út um allt,
en mamma þeirra sagði: vatnið er kalt. Brrrr!
Einn hét Gunnar og hinn hér Geir,
þeir voru pínulitlir báðir tveir.
Þeir syntu og syntu og syntu út um allt,
en mamma þeirra sagði: vatnið er kalt!
Baba, búbú, baba, bú,
baba, búbú, baba, bú.
Þeir syntu og syntu og syntu út um allt,
en mamma þeirra sagði: vatnið er kalt. Brrr!

Dansi, dansi dúkkan
Dansi, dansi dúkkan mín,
dæmalaust er stúlkan fín.
Voða fallegt hrokkið hár,
hettan rauð og kjóllinn blár.
Svo er hún með silkiskó,
sokka hvíta eins og snjó.
Heldurð‘ ekk‘ að hún sé fín?
Dansi, dansi dúkkan mín.

Dúkkan hennar Dóru
Dúkkan hennar dóru var með sótt, sótt, sótt,
hún hringd‘ og sagði lækn‘ að koma fljótt, fljótt, fljótt.
Læknirinn kom með sína tösku og sinn hatt,
hann bankaði á hurðina rata, tata, tatt.
Hann skoðaði dúkkuna og hristi sinn haus,
„hún strax skal í rúmið og ekkert raus“.
Hann skrifaði á miða hvaða pill‘ hún skyldi fá,
„ég kem aftur á morgun ef hún er enn veik þá“.

Druslan
Við setjum svissinn á
og við kúplum gírnum frá.
Þá er startað og druslan fer í gang
prump, prump.
Það er enginn vandi að aka bifreið,
ef að maður bara kemur henni í gang
prump, prump.

Litlu andarungarnir
Litlu andarungarnir,
allir synda vel, allir synda vel.
:,: Höfuð hneigj‘ í djúpið,
og hreyfa lítil stél. :,:
Litlu andarungarnir,
ætla út á haf, ætla út á haf.
:,: Fyrst í fjarlægð skima,
og fara svo í kaf. :,:

Froskurinn, eðlan og apinn
Ding, dong sagði lítill grænn froskur einn dag,
ding, dong sagði lítill grænn froskur.
Ding, dong sagði lítill grænn froskur einn dag,
og svo líka ding, dong, dojojojojong.
Mm – e sagði lítil græn eðla einn dag,
mm – e sagði lítil græn eðla.
Mm – e sagði lítil græn eðla einn dag,
og svo líka mm – e, ble ble, ble, ble, ble, bleee.
King, kong sagði stór svartur api einn dag,
king, kong sagði stór svartur api.
King, kong sagði stór svartur api einn dag,
og svo líka king, kong, e – e – e – e – eee.

Kalli litli könguló
Kalli litli könguló klifraði upp á vegg,
þá kom rigning og Kalli litli féll.
Upp kom sólin og þerraði hans kropp,
Kalli litli könguló klifraði upp á topp.

Brunabíllinn
Babú, babú, brunabíllinn flautar,
hvert er hann að fara?
Vatn á eldinn sprauta.
Tss, tss, tss, tss,
gerir alla blauta.


Kalli kálormur
Ég er Kalli kálormur,
í kál og rófur gráðugur.
Naga, naga alla daga,
namm, namm, namm.

En Gulli, sá sem garðinn á,
gremjulegur kemur þá.
Ormur, ormur eins og gormur
burt, burt, burt.

Brúin
Stóra brúin fer upp og niður,
upp og niður, upp og niður.
Stóra brúin fer upp og niður,
allann daginn.
Bílarnir aka yfir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Bílarnir aka yfir brúna,
allann daginn.
Flugvélar fljúga yfir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Flugvélar fljúga yfir brúna,
allann daginn.
Fiskarnir synd undir brúna,
undir brúna, undir brúna.
Fiskarnir synda undir brúna,
allann daginn.
Fuglarnir fljúga yfir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Fuglarnir fljúga yfir brúna,
allann daginn.
Börnin ganga yfir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Börnin ganga yfir brúna,
allann daginn.

Brunalið, köttur og skógarþröstur
Ba, bú, ba, bú brunabíllinn flautar.
Hvert er hann að fara?
Vatn á eld að sprauta.
Tsss, tsss, tsss, tsss gerir alla blauta.
Mjá, mjá, mjá, mjá mjálmar grá kisa.
Hvert er hún að fara?
Út í skóg að ganga.
Usss, usss, usss, usss skógarþröst að fanga.
Bí, bí, bí, bí skógarþröstur syngur.
Hvert er hann að fara?
Burt frá kisu flýgur.
Úí, úí, úí, úí loftin blá hann smýgur.

Vinalagið
Við erum vinir, við erum vinir,
ég og þú, ég og þú.
Leikum okkur saman, leikum okkur saman,
ég og þú, ég og þú.


Hreyfilög / leikir

Höfuð, herðar, hné og tær
:,: Höfuð, herðar, hné og tær,
hné og tær. :,:
Augu, eyru, munnur og nef,
höfuð, herðar, hné og tær,
hné og tær.

Fyrst á réttunni
:,: Fyrst á réttunni og svo á röngunni,
tjú, tjú, tralla la. :,:
:,: Tralla, la la, la la, la :,:
:,: Tralla, la la, la la, la :,:

Tvö skref til hægri
Tvö skref til hægri og tvö skref til vinstri,
beygja arma, rétta arma, klappi, klappi, klapp.
Hálfan hægri hring, hálfan vinstri hring.
Hné og magi,
brjóst og enni,
klappi, klappi, klapp.

Karl gekk út um morguntíma
Karl gekk út um morguntíma,
taldi alla sauði sína.
Einn og tveir og þrír og fjórir,
allir voru þeir.
Með höndunum gerum við klapp, klapp, klapp,
með fótunum gerum við stapp, stapp, stapp.
Einn, tveir, þrír,
ofurlítið spor.
Einmitt á þennan hátt er leikur vor!

Bangsi lúrir
Bangsi lúrir, bangsi lúrir,
bæli sínu í.
Hann er stundum stúrinn,
stirður eftir lúrinn.
Að hann sofi, að hann sofi,
enginn treystir því!

Bimm bamm
Bimm bamm, biri biri bamm,
biri biri bamm bamm,
biri biri bamm.
Bimm bamm, biri bimm bamm,
biri bimm bamm,
biri biri bamm.(stapp stapp)
Bimm bamm, biri bimm bamm,
biri bimm bamm,
biri biri bamm! (klapp klapp)

© 2016 - 2020 Karellen