Uglan

Það var gömul ugla

með oddhvasst nef,

tvö lítil eyru

og átta litlar klær.

Hún sat uppi' í tré

og svo komst þú,

Þá flaug hún í burtu'

og sagði: "Ú-ú-ú".


Risatröll

Hérna koma nokkur risa tröll. Hó! Hó!

Þau öskra svo það bergmálar um fjöll. Hó! Hó!

Þau þramma yfir þúfurnar

svo fljúga burtu dúfurnar,

en bak við ský er sólin hlý í leyni

hún skín á tröll, þá verða þau að steini!

© 2016 - 2018 Karellen