Lyf eru að öllu jöfnu ekki gefin í leikskólanum. Ef barn þarf á lyfjum að halda er oftast hægt að stilla því þannig upp að barnið innbyrði það að morgni fyrir leikskóla, eftir leikskóla og/eða fyrir nætursvefn.
Ef nauðsynlegt er að gefa lyf í leikskólanum verða foreldrar að koma með skammtinn fyrirfram mældan og tilbúin. Foreldrar fylla svo út blað sem segir nákvæmlega hvers konar lyf um ræðir, hvenær og hversu mikið magn á að gefa. Starfsmaður sem gefur lyfið kvittar fyrir þegar lyfjagjöf er lokið.

© 2016 - 2020 Karellen