Karellen

Saga leikskólans

Leikskólinn Sunnuhvoll er við Vífilsstaði. Sunnuhvoll hóf starfsemi fyrir starfsmenn ríkisspítala árið 1972 en fluttist í núverandi húsnæði þann 6. janúar 1978. Garðabær yfirtók reksturinn þann 1. ágúst 1997.

Í janúar 2013 var tekin sú ákvörðun að Sunnuhvoll yrði að ungbarnaleikskóla fyrir börn á aldrinum eins til tveggja ára. Í ágúst sama ár var fyrsti ungbarnahópurinn tekinn inn. Þau börn sem voru byrjuð á Sunnuhvoli áður fengu að eldast upp og klára sitt nám en þau börn sem byrjuðu í ágúst 2013 og seinna dvöldu í leikskólanum í eitt ár og fóru svo á aðra leikskóla. Frá því í ágúst 2015 hafa einungis verið eins til tveggja ára gömul börn á leikskólanum. Börnin stunda nám við skólann í 1 ár áður en þau fara á aðra leikskóla. Á leikskólanum eru tvær deildir, Bangsadeild og Fiðrildadeild. Á Bangsadeild er pláss fyrir 12 börn og á Fiðrildadeild fyrir 15 börn.

© 2016 - 2024 Karellen