Sunnuhvoll er tveggja deilda leikskóli með pláss fyrir 27 börn á aldrinum 1-2 ára. Á Fiðrildadeild eru 15 börn og á Bangsadeild eru 12 börn.

Á Sunnuhvoli er stuðst við uppeldisstefnu John Dewey þar sem lögð er áhersla á lærdóm í gegnum leik. Litið er á leikinn sem frumafl í þroska barnsins og umhverfi þess er gert áhugavert og lærdómshvetjandi.

Á Sunnuhvoli er einnig lögð áhersla á hreyfingu og góða næringu, bæði barna og starfsfólks. Börnin fara í hreyfistundir tvisvar sinnum í viku þar sem ýmis færni er æfð, eins og t.d. jafnvægi, samhæfingu, úthald og slökun. Börnin fara eftir áramót einnig í jóga.

Allur matur er unnin frá grunni innan hússins af matráðnum.

© 2016 - 2020 Karellen