Karellen
news

Lokaframkvæmd á bílastæði leikskólans

26. 10. 2021

Nú er verið að leggja lokahönd á framkvæmdir við bílastæðið hér við Sunnuhvol. Búið er að grafa í sundur ómalbikaða hluta stæðisins og foreldrar beðnir um að leggja bílum sínum á malbikaða hlutann með þeir koma með og sækja börnin sín. Við vonumst til að þessum framkvæmdum verði lokið um næstu helgi.

Þökkum þolinmæðina við þessar framkvæmdir og hlökkum til að geta lagt í glæný bílastæði í næstu viku.

© 2016 - 2024 Karellen