Karellen
news

Náms- og skipulagsdagur

31. 10. 2022

Föstudaginn 28. október var náms- og skipulagsdagur í leikskólum Garðabæjar. Við hér á Sunnuhvoli nýttum daginn vel. Fyrir hádegið vorum við með kynningu á uppeldi til ábyrgðar og eftir hádegið var menntadagur Garðabæjar. Starfsfólkið fór í Hofstaðaskóla þar sem voru málstofur með hinum ýmsu erindum. Við vorum ánægðar með daginn og hlökkum til að kynna okkur betur uppeldi til ábyrgðar.

© 2016 - 2024 Karellen