Karellen
news

Útskriftarhátíð 2020

02. 06. 2020

Miðvikudaginn 20.maí var útskriftardagur á Sunnuhvoli, en börnin sem hafa verið hér síðastliðið skólaár eru öll að fara á nýja leikskóla í haust. Útskriftardagurinn var með aðeins öðru sniði þetta árið sökum fjöldatakmarkana samkomubannsins vegna covid19. Foreldrum var ekki boðið að taka þátt en börn og starfsfólk áttu þó ánægjulegan dag saman.

Dagurinn hófst með útskriftarathöfn þar sem börnin sýndu mikið hugrekki, komu upp eitt og eitt til að taka á móti ferilmöppu og blómi frá hópstjóranum sínum við mikinn fögnuð viðstaddra.

Eftir athöfnina var mikið húllumhæ, með hoppuköstulum, hoppudýnum, trampólíni, blöðrum, hjólum og miklu dansstuði. Í hádeginu var svo pítsuveisla sem allir borðuðu með bestu lyst.


© 2016 - 2024 Karellen