Karellen
news

Leik­skól­ar opna í há­deg­inu á morg­un

24. 03. 2021

Leik­skól­ar á höfuðborg­ar­svæðinu verða opnaðir klukk­an 12 á há­degi á morg­un, fimmtu­dag. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá al­manna­varna­nefnd höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Fyrri part­ur morg­undags verður nytt­ur til að inn­leiða breytt skipu­lag svo að starf­semi leik­skóla með breyttu skipu­lagi verði far­sælt, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Aðeins mega tíu full­orðnir vera sam­an í hverju sótt­varna­hólfi og tölu­verður haus­verk­ur að laga skóla­starfið að þeim regl­um.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/03/24/leikskolar_opna_i_hadeginu_a_morgun/?fbclid=IwAR1ne7KQWSEA8if5IvG1pb9x1BSJuLRVf9nk_vJFyokM2L5-3Q30MeD-FdM

© 2016 - 2024 Karellen