Karellen
news

Útivera

12. 06. 2020

Krakkarnir á Sunnuhvoli eru duglegir að fara út að leika sér þessa dagana. Öll börnin eru farin að labba og orðin örugg á útisvæðinu. Eftir langan og vindasaman vetur eru allir mjög kátir að fá tækifæri til að kanna og uppgötva það sem vorið hefur upp á að bjóða. Börnin fá tækifæri til að kynnast alls kyns veðurfari, sól og blíðu, rigningu og roki, alls kyns gróðri og blómum að ógleymdum flugunum sem vekja alltaf athygli. Allt er þetta mjög spennandi og skemmtilegt!

© 2016 - 2024 Karellen