Karellen

Tákn með tali er tjáningarform sem var þróað fyrir heyrandi einstaklinga sem áttu við mál- og talörðugleika að stríða en það örvar bæði málvitund og málskilning þeirra sem það nota. Börnin hér á Sunnuhvoli eru að stíga sín fyrstu skref í tungumálinu. Við teljum að Tákn með tali efli þau í að tileinka sér tungumálið og hvetji þau til að tjá sig þrátt fyrir að orðin sjálf séu ekki komin.
Við notum Tákn með tali mest við matarborðið, í samveru og í leik með börnunum. Við kynnum fyrir börnunum ný tákn í hverri viku og gerum þau sýnileg svo að foreldrar geti tekið þátt með börnunum ef áhugi er.

© 2016 - 2024 Karellen