Karellen

Útivera er stór þáttur af leikskólastarfinu. Börnin fara út helst einu sinni á dag, þegar veður leyfir.
Í útiverunni efla börnin allann hreyfiþroska, bæði grófhreyfingar og fínhreyfingar, og öll skynfæri fá notið sín. Börnin eru mörg hver að stíga sín fyrstu skref og þá er gott að nýta sér víðáttuna út við.
Í útiverunni er einnig hægt að finna annars konar námstækifæri en innandyra og gaman er að eiga samræður um fuglana, flugurnar, flugvélarnar eða veðrið.

© 2016 - 2024 Karellen