Karellen

Fatnaður

Mikilvægt er að börnin klæðist þægilegum fötum sem hefta ekki barnið í leik. Góðir og liprir inniskór sem haldast vel á fæti þurfa einnig að vera til staðar á leikskólanum. Útifatnaður kemur á mánudagsmorgni og er tekin heim á föstudögum, en aukafötin eru geymd í boxi merktu barninu inni á baði.

Útifatnaður: Úlpa, pollagalli og kuldagalli þegar fer að kólna. Ullar- eða flísfatnaður innan undir galla, húfa, vettlingar og hlýir sokkar.

Innifatnaður sem geymist í leikskólanum: Tvær samfellur, sokkabuxur, tvenn pör af sokkum, peysa og buxur.

*Óhrein föt eru send heim í taupokum og er þeim skilað um leið og komið er með ný aukaföt í stað þeirra sem voru notuð.

Munið að merkja allan fatnað!

© 2016 - 2024 Karellen