Útifatnaður kemur á mánudagsmorgni og er tekin heim á föstudögum.
Útifatnaður: úlpa, pollagalli og kuldagalli þegar fer að kólna. Tvenn pör af vettlingum, húfu, hlýjir sokkar, hlý peysa og hlýjar buxur.
Innifatnaður sem geymist í leikskólanum: tvær samfellur, sokkabuxur, tvenn pör af sokkum, peysa og buxur.
Inniskór: góðir og liprir skór sem haldast vel á fæti.
*Gott er að hafa í huga að börnin klæðist passlegum og þægilegum fötum sem hefta ekki barnið í leik.